Goslok
2023

Tónlistaviðburðir

myndlista­sýningar

Gleði­lega hátíð

Tónleikar í Eldheimum

Eyja­pistl­arnir ein­stöku

,,Eyjapistlarnir einstöku” Gísli Helgason fer yfir þessa merku söguheimild og flytur tónlist ásamt föruneyti.

Til heiðurs Oddgeiri Kristjánssyni

Vor við sæinn

Í tilefni þess að ættingjar Oddgeirs Kristjánssonar afhenda Byggðasafni Vestmannaeyja píanó, gítar, fiðlu og horn Oddgeirs, sem hann samdi mörg laga sinna á, ætlar alþýðutónlistarhópurinn Vinir og vandamenn að efna til dagskrár þar sem flutt verða lög eftir Oddgeir.
Á efnisskránni verða einhver af þekktari lögum Oddgeirs en ekki síður lög sem afar sjaldan heyrast og margir munu eflaust heyra einhver lög í fyrsta sinn á tónleikunum. Gerð verður grein fyrir tilurð og bakgrunni laganna þar sem það á við.
Afhending hljóðfæranna fer fram kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast strax í kjölfarið.

Með Vinum og vandamönnum kemur fram gestasöngvarinn og Eyjamærin Silja Elsabet Brynjarsdóttir.

Vini og vandamenn skipa að þessu sinni:
Hafsteinn Guðfinnsson, tengdasonur Oddgeirs
Leifur Geir Hafsteinsson, barnabarn Oddgeirs
Birgir Hrafn Hafsteinsson, barnabarn Oddgeirs
Þórólfur Guðnason, tengamóðursonur Oddgeirs
Hafsteinn Þórólfsson, barnabarnabarn Oddgeirs
Gísli Helgason, tónlistarlegur stjúpsonur Oddgeirs
Ólafur Ástgeirsson, bestuvinasonur Oddgeirs (sonur Ása í Bæ)
Kristján Steinn Leifsson, barnabarnabarn Oddgeirs
Hafsteinn Breki Birgisson, barnabarnabarn Oddgeirs

Tónleikar í Höllinni

Stebbi
og Eyfi

að er endalaus fjöldi laga sem þeir Stebbi og Eyfi hafa glatt þjóðina með í gegnum árin. Á þessum einstöku tónleikum fara þeir yfir skemmtileg augnablik frá ferlinum og syngja sín þekktustu lög.
Tónleikarnir fara fram á Háaloftinu og eru aðeins 150 miðar í boði.
Miðaverð er 4.900 kr.
Uppselt var á síðustu Goslokatónleika Hallarinnar og eru þessi kósý tónleikar á nýstandsettu Háalofti eitthvað sem þú ættir ekki að láta framhjá þér fara

Tónleikar í Eldheimum

Sögur, söngur og spjall úr gosinu

Valdir Vestmannaeyingar leika og syngja. 

Stórtónleikar

Lúðra­sveita­ball

Stórtónleikar á Goslokum, þar sem fram koma Jón Jósep Snæbjörnsson (Jónsi), Júníus Meyvant, Sæþór Vídó, Sigga Guðna, Sara Renee, Una Þorvalds og Helgi Björns. Á sviðinu verður Lúðrasveit Vestmannaeyja, hljómsveit hússins og Samkór viðburðarins sem samanstendur af Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og Kór Landakirkju.
Dagskráin inniheldur fjölda laga sem flest myndu sóma sér á bestu sveitaböllum.

Trúbador í Höllinni

Jónsi

Jónsi úr Í svörtum fötum mætir með gítarinn í Höllina og trúbbar eins og honum einum er lagið!

Lundinn

Doctor victor
blazroca
& blaffi

Lundapartý eins og þau gerast best.

Fjör á skipa­sandi

Mucky Muck, Molda, Leikfélag Vestmannaeyja, Séra Bjössi, MEMM og Brimnes. Opnar krær með lifandi tónlist.

zame króin

Ingó

Ingó mætir með gítarinn og heldur uppi stuðinu.

Pop-up listahátíðin

Í garð­inum heima

Vestmannabraut 69: Pop-up listahátíðin ,,Í garðinum heima’’. Myndir, músík og mósaík.
Helgi Hermannsson kemur fram ásamt Helgu og Arnóri.

Sunna Guðlaugsdóttir

Tsunnami

Sunna Guðlaugsdóttir söngkona úr hljómsveitinni Tsunnami.

Tónleikar í Eldheimum

Schumann og Oddgeir

Kæru gestir Goslokahátíðar
Á þessum tónleikum flytjum við ljóðahringinn “Frauenliebe und leben”. Ljóðahringurinn fjallar um ást í lífi konu. Hann samanstendur af 8 ljóðum eftir Adelbert von Chamisso undir tónlist Robert Schumann.
Silja mun segja frá hverju ljóði fyrir sig áður en þau verða flutt.
Einnig verða lög Oddgeirs flutt og á meðal þeirra er lag sem ekki var á “Heima” plötunni/disknum.
Miðaverð: 3.900 kr
Við hlökkum til að sjá ykkur
Silja Elsabet og Helga Bryndís

Aldís Gló Gunnarsdóttir

Það sem dvelur í þögninni

Í tilefni 50 ára gosloka-afmælis Vestmannaeyjabæjar ætla ég að halda einkasýningu. Sýningin mun bera nafnið “Það sem dvelur í þögninni” og fjallar um hvernig samfélagið lokaði á óþægilegar tilfinningar í áratugi eftir atburðinn. Það er mín upplifun að fólkið hafi ekki fundist það hafa rétt til að tjá tilfinningar sínar m.a. vegna þess að þeir misstu ekki ástvini. Engu skipti þó að t.d. ung hjón væru nýbúin að byggja sér hús sem fór undir hraun eða koma sér upp lífsviðurværi. Enginn “mátti” Kvarta – aldrei, það þótti óviðeigandi.
 
Sýningin byggir á tilfinningum, einstaklingum, hugtökum og bakgrunnum. Bakgrunnurinn er ekki síður mikilvægur og segir hálfa söguna. Sýningin verður sölusýning og verkin verða u.þ.b. 20.

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Gluggi vonar­innar

Myndlistasýning Vilhjálms Vilhjálmssonar frá Bustarfelli.

Gerður Guðríður Sigurðardóttir

gzero

Gíslína Dögg Bjarkadóttir

Kokteill

Sýningin ber heitið Kokteill, bæði vegna þess að ég er að blanda saman aðferðum í listinni og eins er viðfangsefnið nokkurskonar kokteill. Megin uppistaðan í sýningunni tengjast þó verkum sem ég hófst handa við í fyrra og hef haldið áfram að þróa og vinna með allt framá daginn í dag og útkoman er eitthvað allta annað en ég hef unnið að áður.
Ég tilheyri listahópi sem ber heitið „Ecophilosophic Dialogues“ sem samanstendur af þremur norskum listakonum og þremur íslenskum. Í þessum hóp erum við aðallega að vinna með náttúruna og þar hef ég meðal annars notað svokallaða botanical contact prent aðferð í grafíkinni, sem ég lærði hjá Cathrine Finsrud sem er samstarfskona mín úr „Ecophilosophic Dialogues“ listahópnum. En botanical contact prent er aðferð til að fá liti úr plöntum og form þeirra yfir á pappír. Ofan á þessar myndir hef ég síðan unnið áfram með öðrum grafíkaðferðum.
Ég hef verið heilluð af þeirri hugmyndaauðgi sem einkennir matargerðina á Slippnum þar sem mikið er notast við hráefni úr og við Vestmannaeyjar. Þess vegna fór ég að stúdera jurtir og plöntur hér í Eyjum sem tengjast kokteilunum sem boðið er uppá á Slippnum, þó myndirnar samanstandi ekki nema að litlu leyti af gróðri sem notaður er í kokteila Slippsins, þá var upphaflega hugmyndin og innblásturinn fenginn frá þeim.
Frá miðjum maí og framí miðjan júní síðastliðinn var ég með „Ecophilosophic dialogues“ hópnum mínum í listadvöl í Lofoten Noregi þar sem við heldum sýningar og einnig vorum við með nokkur námskeiði í grafík. Þar hélt ég áfram að þróa grafíkvinnuna mína og notaðist aðallega við sjávarfangið sem einnig kemur fyrir í matargerð í slippnum.
Framundan er svo sýning á Menningarnótt í Reykjavík sem ég var beðin um að vera með, en þar eru Vestmanneyjar sérstakur heiðursgestur í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá upphafi og lokum eldgossins. Þar mun ég sýna í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu, en mér hefur einnig hlotnast sá heiður að vera tilnefnd listamaður grafíkvina árið 2024 hjá Íslenskri Grafík.

Berglind Sigmarsdóttir

Leik­fanga­list
/toy art

Eftir að hafa verið að mála um einhverntíma langaði mig að skipta aðeins um gír og fyrir rúmu ári síðan hóf ég að safna að mér allskyns leikföngum sem ég sá fyrir mér að endurnýta í einhversskonar listaverk. Ég var ekki alveg búin að sjá fyrir mér lokútkomuna en mér fannst þetta spennandi hugmynd. Eftir vinnu allt síðasta sumar sat ég svo í borðstofunni heima og sorteraði leikföngin eftir litum. Ég náði stundum að plata fólk í kaffi til þess að sortera með mér. Siggi steig alveg á nokkra legókubba og börnin skildu ekkert í þessu þar sem þau voru öll hætt að leika sér með dót og því var það nokkuð skrítið að sjá mömmu sína bera inn kassa af lego, barbie ogsfrv. Þetta verkefni felur í sér svo margt sem ég elska, gamla hluti sem alltaf gefa mér innblástur, möguleika á endurnýtingu og mikið af litum. Clara dóttir mín er búin að vera í hönnun í vetur og vorum við að prófa okkur áfram með þennan efnivið. Leikföngin í myndunum er raðað á þann hátt að þau framkalla ákveðna mynd en stundum eru leikföngin líka valin af ástæðu til þess að leggja áherslu á eitthvað sérstakt í verkinu.
Enn nú er komið að því að sýna ykkur verkin sem ég hef verið að gera og mun ég hafa sölusýningu um goslokahátíðina. Ég mun einnig vera með á sýningunni nokkra safngripi af leikföngum frá um 1970-1990, þar á meðal td. mikið magn af strumpum, og mun ég gefa gjafabréf á GOTTís ef einhver kemur með strump sem ég á ekki og er til í að skipti, en allt þetta og ýmislegt fleira mun tvinna saman svolítið sérstaka sýningu sem ég vona að þið hafið gaman af. Endilega skráið ykkur inná viðburðinn en sýningin opnar þriðjudaginn 4.júlí kl 17:00 Í Viðey (gamla Klaufin) Vestmannabraut 30 og mun standa til sunnudagsins 9.júlí.

Rósanna Ingólfsdóttir Welding

Metafor

Hulda, Jón og Heiða

Halldóra Hermannsdóttir

Lífgrös

Sunna og Júníus

Sunna Einars og Júníus Meyvant sýna í Craciouskró á Skipasandi.

Samsýning

Bland í poka

Fyrir ári síðan ákváðu þessar skrítnu skrúfur, Hófý, Jóný og Konný að vinna að samsýningu. Hlaut hún nafnið Bland í poka þar sem um blönduð og skemmtileg verk er um að ræða.

Jóný grípur til minninga um og eftir gosið á hluti sem kalla fram pælingar um það gamla sem allir vildu eiga og voru einhvernvegin best og flottast.

Hófý mundar pensilinn á landslag sem hefur breyst við tilkomu gossins ásamt öðru sem fangar augað.

Á þessari sýningu skartar Konný verkum sem snúast um æsku hennar, ketti og ævintýri. Með þessum verkum reynir hún að segja sögur, endurreisa minningar og flytja tilfinningar sem tengjast þessum einstökum þáttum . Í gegnum málverk, myndskreytingar og önnur listaverk, fær hún  þig með á ferðalag í gegnum sinn eigin heim fullan af óvæntum ævintýrum. Kettir hafa einnig mikla þáttöku í verkunum hennar og gegna stundum lykilhlutverki. Þeir eru trúfastir félagar og hafa fylgt henni í gegnum hennar líf. Hún fær þig með á göngu í gegnum drauma og tilfinningar sem þú kannast kannski við. Hvert verk er eins og blöndun af litum, textúrim og tilfinnginum og færir fólk saman í sameiginlegum söguheimi.

Þessar þrjár skemmtilegur og skrítnu konur bjóða ykkur velkomin á sýninguna þeirra í sal Tónlistarskólans.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Sigrún Einarsdóttir

Allt var svart

 – frá gosi til grips

Amalía Ósk

Heima­slóð

Verið velkomin á sýninguna Heimaslóð í Ribsafari við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum yfir goslokahátíðina.
Þema sýningarinnar er eldgosið á Heimaey árið 1973 og er notaður vikur úr Eldfelli í öll málverkin.

Jóna Heiða Sigurlásdóttir

Flakk­arinn: list­rými

Ég ætla að opna lítið listrými heima hjá mér þar sem verður list í boði ásamt ýmsum listmunum sem ég hef verið að búa til.

Viðar Breiðfjörð

Þetta
er fínt svona

Hólmfríður Ólafsdóttir

Hitt og þetta

Verið velkomin á sýningu mína á Goslokahátíð í Eyjum dagana 7.-9. Júlí. Sýningin er í Hrútakofanum, sem er í sundinu við endann á Skvísusundi. Málverkin eru blanda af því sem ég hef verið að gera síðustu tvö ár. Hlakka til að sjá ykkur sem flest

gallerý skúrinn

Nokkrar skemmtilegar listaspírur sýna saman ásamt tveimur gestalistamönnum. Sjón er sögu ríkari.

vinnu­stofa Ragnars Engil­berts

Hilmisgata 1 og 3 (Haukagil): Opið hús, vinnustofa Ragnars Engilbertssonar og myndlistarsýningar á báðum stöðum

Stapafjölskyldin

undir listregni

Félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja

undir bláhimni

Lifandi myndir
og ljós­myndir

Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir
og ljósmyndir.

Gleðigjafarnir selja vöfflur.

Gunnar Júlíusson

Komdu að mála

Hæ hæ kæra listafólk á öllum aldri, samkvæmt dagskrá á Goslokahátíð mun ég mála með krökkum og áhugasömum gestum og gangandi 30 m langan vegg á Tangagötu, milli Krónunnar og Kiwanis.
Ég verð búinn að afmarka fleti og verð með ákveðna gosliti. Svo bætast við ýmis tákn sem tengjast lífinu í Eyjum.
Hlakka til að sjá ykkur.

Leikhópurinn lotta

gili­trutt

Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt.

Tíst, tíst! Tweet, tweet! Cwir, cwir!

Fljúgið með okkur í hópi farfugla í ævintýralegri sögustund!
Fjölskylduvænn fjöltyngisviðburður á íslensku, pólsku, ensku og fuglamáli.
Nanna Gunnars og Ewa Marcinek leiða fjölskyldur í gegnum 30 mínútna gagnvirka sögustund sem er ætluð 5-12 ára börnum. Söguþráðurinn fjallar um þann fjölda farfugla sem gerir Ísland að heimili sínu hluta ársins og er skrifaður af Ewa Marcinek.
Klukkan 13:00 – 13:30.


Ókeypis aðgangur. Verið innilega velkomin!

Barna­skemmtun ísfélags

Barnadagskrá í boði Ísfélags þar sem fram koma Lalli töframaður, BMX brós, Lína Langsokkur og Latibær.

Popp og candyfloss handa öllum krökkum

Dorg­veiði­keppni sjóve

Fjölskyldu­hátíð Lands­bankans

Landsbankadagurinn verður með hefðbundnu sniði, grillaðar pylsur, hoppukastalar, tónlist og fjör í boði Landsbankans.

Axel, Edda og Jóhanna

 Rithöfundarnir Axel Gunnlaugsson, Edda Heiðarsdóttir og Jóhanna Hermansen lesa úr barnabókum sínum sem tengjast Heimaeyjargosinu.