– sem eru litlar textaskrár eru settar á vélina þína til að veita betri notendaupplifun þegar vafrað er um vefinn. Almennt eru vafrakökur notaðar til að viðhalda notendastillingum, geyma upplýsingar um hluti eins og innkaupakörfu og geyma nafnleyndar rekjaupplýsingar til þriðja aðila eins og Google Analytics og Facebook. Að jafnaði munu vafrakökur gera upplifun þína á vefnum betri. Ef þú vilt slökkva á vafrakökum á þessari vefsíðu og á öðrum síðu, er áhrifaríkasta leiðin að slökkva á vafrakökur í vafranum þínum. Við mælum með því að ráðfæra þig við hjálparsvið vafrans eða skoða the About Cookies website sem býður upp á leiðbeiningar fyrir alla nútíma vafra.

Samsýning

Bland í poka

Fyrir ári síðan ákváðu þessar skrítnu skrúfur, Hófý, Jóný og Konný að vinna að samsýningu. Hlaut hún nafnið Bland í poka þar sem um blönduð og skemmtileg verk er um að ræða.

Jóný grípur til minninga um og eftir gosið á hluti sem kalla fram pælingar um það gamla sem allir vildu eiga og voru einhvernvegin best og flottast.

Hófý mundar pensilinn á landslag sem hefur breyst við tilkomu gossins ásamt öðru sem fangar augað.

Á þessari sýningu skartar Konný verkum sem snúast um æsku hennar, ketti og ævintýri. Með þessum verkum reynir hún að segja sögur, endurreisa minningar og flytja tilfinningar sem tengjast þessum einstökum þáttum . Í gegnum málverk, myndskreytingar og önnur listaverk, fær hún  þig með á ferðalag í gegnum sinn eigin heim fullan af óvæntum ævintýrum. Kettir hafa einnig mikla þáttöku í verkunum hennar og gegna stundum lykilhlutverki. Þeir eru trúfastir félagar og hafa fylgt henni í gegnum hennar líf. Hún fær þig með á göngu í gegnum drauma og tilfinningar sem þú kannast kannski við. Hvert verk er eins og blöndun af litum, textúrim og tilfinnginum og færir fólk saman í sameiginlegum söguheimi.

Þessar þrjár skemmtilegur og skrítnu konur bjóða ykkur velkomin á sýninguna þeirra í sal Tónlistarskólans.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Fjör á skipa­sandi

Mucky Muck, Molda, Leikfélag Vestmannaeyja, Séra Bjössi, MEMM og Brimnes. Opnar krær með lifandi tónlist.